
Fyrirhuguð endurbygging í Vogabyggð verður ein umfangsmesta endurbygging í sögu Reykjavíkur. Reitir eiga lóð við Súðarvog.
Vogabyggð er nýtt hverfi sem er verið að skipuleggja við Elliðarárvog. Þar mun fara fram ein umfangmesta endurbygging í sögu Reykjavíkur en gert er ráð fyrir að svæðinu verði 1.100 – 1.300 íbúðir og um 56.000 fm af atvinnuhúsnæði.
Reitir eiga eina lóð á svæðinu, Súðarvog 2E-F, þar sem gera má ráð fyrir um 15.000 fm byggingarmagni, þar af 11.600 fm ofanjarðar. Um er að ræða atvinnuhúsnæði að mestu en þó væri heimilt að 20% af byggingamagni færi undir íbúðir.
Sjá nánar um Vogabyggð á vef Reykjavíkurborgar.
Stærð húsnæðis: | ~15 þús. m2 |
Staða: | Óákveðið |
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is