
Gamla sjónvarpshúsið stækkar og verður nýtt Hyatt Centric hótel. Upphaflega var áætlað að hótelið myndi opna 2022 en ljóst er að svo verður ekki. Ný áætlun um framkvæmdir og opnun hótelsins hefur ekki verið gefin út.
Í desember 2019 var tilkynnt að alþjóðlega hótelkeðjan Hyatt Hotels Corporation og Reitir hefðu undirritað sérleyfissamning um rekstur Hyatt Centric hótels að Laugavegi 176. Fasteignin, sem um áratuga skeið hýsti starfsemi Ríkissjónvarpsins, verður endurbyggð og stækkuð þannig að hún rúmi 169 herbergi, fundarsali, veitingastað, heilsurækt og skemmtileg almenningsrými í anda Hyatt hótelkeðjunnar. Reitir stefna að því að halda fasteigninni í eignasafni félagsins til lengri tíma en selja rekstur hótelsins til traustra rekstraraðila. Nýja Hyatt hótelið verður hið fyrsta á Norðurlöndunum en hótelin eru nú starfrækt í yfir 850 fasteignum í um 60 löndum.
Tilkynnt hafði verið áætlun um upphaf framkvæmda í ársbyrjun 2021 og að hótelið myndi opna árið 2022. Sú tímalína er nú í endurskoðun.
Fjöldi herbergja: | 169 |
Stærð húss eftir breytingar | 9.300 m2 auk bílakjallara |
Staða: | Deiliskipulag samþykkt og hönnun í vinnslu |
Forsaga málsins er sú að á árinu 2017 efndi Reykjavíkurborg ásamt Reitum fasteignafélagi og Heklu, sem eru helstu lóðarhafar á svæðinu, til hugmyndasamkeppni um byggð á Heklureitnum. Yrki arkitektar báru sigur úr býtum. Tillaga Yrki arkitekta þykir sýna byggð með látlaust yfirbragð. Dómnefnd þótti götumynd að Laugavegi endurspegla samspil nýja og gamla tímans, nýbyggingar standa framar í götu og mynda samstæða heild fimm eininga. Aðlögun byggðar að landi er talin góð, fimm til sex hæðir að Laugavegi og ein til fjórar hæðir á suðurhluta svæðisins þar sem landið rís hæst. Tillagan gerir ráð fyrir að biðstöð borgarlínu verði við Laugaveg 176 í tengslum við stórt torg norðan við húsið og gönguleið frá Hátúni að Skipholti.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is