Sjónvarpshúsið verður hótel

Gamla sjónvarpshúsið stækkar og verður nýtt hótel

Sjónvarpshúsið verður hótel

Reitir eru með áform í undirbúningi um nýtt hótel við Laugaveg 176 en viðræður við alþjóðlega hótelkeðju eru langt á veg komnar. Í árslok undirrituðu Reitir samkomulag við Reykjavíkurborg um uppbygginguna og vænst er til að deiliskipulag svæðisins verði afgreitt á fyrri helmingi þessa árs. Gert er ráð fyrir að heildarbyggingarmagn á lóðinni, sem er um 4.400 m2 geti orði um 8.500 m2.

Á árinu 2017 efndi Reykjavíkurborg ásamt Reitum fasteignafélagi og Heklu, sem eru helstu lóðarhafar á svæðinu, til hugmyndasamkeppni um byggð á Heklureitnum. Yrki arkitektar báru sigur úr býtum. Tillaga Yrki arkitekta þykir sýna byggð með látlaust yfirbragð. Dómnefnd þótti götumynd að Laugavegi endurspegla samspil nýja og gamla tímans, nýbyggingar standa framar í götu og mynda samstæða heild fimm eininga. Aðlögun byggðar að landi er talin góð, fimm til sex hæðir að Laugavegi og ein til fjórar hæðir á suðurhluta svæðisins þar sem landið rís hæst. Tillagan gerir ráð fyrir að biðstöð borgarlínu verði við Laugaveg 176 í tengslum við stórt torg norðan við húsið og gönguleið frá Hátúni að Skipholti.

Gert er ráð fyrir að heildarbyggingarmagn á lóðinni, sem er um 4.400 m2 geti orði um 8.500 m2.

>> Fréttatilkynning, vinningstillaga og dómnefndarálit á vef Reykjavíkurborgar

Vinningstillaa Yrki arkitekta í skipulagssamkeppni um Heklureitinn
Vinningstillaga Yrki arkitekta í hugmyndasamkeppni um skipulag byggðar á svæðinu 

Helstu staðreyndir:

Stærð lóðar
4.400 m2
Heildarbyggingarmagn
 8.500 m2 
Staða verkefnis
Deiliskipulag

Staðsetning eignar

Aðrir Þróunarreitir