
Orkureiturinn er miðsvæðis, við fyrirhugaða borgarlínu. Þar er gert ráð fyrir að lágreistar byggingar víki fyrir nýju 3-8 hæða borgarmiðuðu skipulagi en gamla Rafmagnsveituhúsið fær virðingarsess á lóðinni.
Orkureiturinn er á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, og nær að Ármúla. Lóðin er afar vel staðsett miðsvæðis, við fyrirhugaða borgarlínu, gegnt útivistarsvæði í Laugardal og í nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu, m.a. í Skeifunni. Á reitnum er gert ráð fyrir að lágreistar byggingar víki fyrir nýju 3-8 hæða borgarmiðuðu skipulagi en gamla Rafmagnsveituhúsið fær virðingarsess á lóðinni. Væntingar eru um að deiliskipulagsvinnu reitsins ljúki á árinu 2020 og að uppbygging geti hafist 2022.
Stærð svæðis: | 26 þús. m2 |
Nýtt byggingarmagn: | ~40 þús. m2 |
Fjöldi íbúða: | ~450 |
Staða: | Deiliskipulagsbreyting í vinnslu |
Reitir og Reykjavíkurborg hafa í samstarfi lýst yfir vilja um uppbyggingu á Orkureitnum, afar mikilvægu svæði á mótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Gert er ráð fyrir að lágreist atvinnuhúsnæði sem stendur við Ármúla víki og að lóðin verði minnkuð við Suðurlandsbraut vegna fyrirhugaðra legu Borgarlínu. Stefnt er að endurskoðun deiliskipulags fyrir svæðið og mun sú vinna m.a. taka mið af vinningstillög ALARK arkitekta í hugmyndasamkeppni sem haldin var um skipulag reitsins.
Vinningstillaga ALARK gerir ráð fyrir fjórum byggingaráföngum þar sem gert er ráð fyrir 450 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis að hluta. Tillagan gerir ráð fyrir 4-9 hæða byggingum sem mynda randbyggð með sólríkum og skjólgóðum inngörðum sem eru að hluta til opnir og tengdir saman með göngu- og hjólastígum þar sem Orkuhúsið fær ákveðinn virðingarsess.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðinni geti hafist innan tveggja ára frá því að breyting á deiliskipulagi hefur verið samþykkt. Uppbyggingin verður í samræmi við markmið og í anda húsnæðisáætlunar Reykjavíkurborgar þannig að um 15% íbúða á lóðinni verða leiguíbúðir, íbúðir Félagsbústaða, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.