Nýtt sérhannað vöruhús í Skútuvogi

Við Skútuvog 8 stendur 2.000 fm vöruhús í eigu Reita sem ráðgert er að fjarlægja og byggja á lóðinni nýtt 8.000 til 10.000 fm hágæðavöruhús.

Nýtt sérhannað vöruhús í Skútuvogi

Á lóðinni Skútuvogur 8 er bygging sem nú hýsir starfsemi Vöku. Húsnæðið sem er um 2.000 fm er komið til ára sinna og hafa Reitir áform um að rífa bygginguna og reisa 10.000 fm nýbyggingu sem gæti hýst vörugeymslur, verslun eða léttan iðnað.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 8.200 fm að grunnfleti og 11.200 fm með milligólfum. Fyrst og fremst er horft til þess að á lóðinni rísi nútímalegt vöruhús enda er staðsetning lóðar afar góð með tilliti til vörudreifingar. Önnur starfsemi kemur einnig til greina en í aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir rýmisfrekri verslun, heildsölu, þjónustu og léttum iðnaði.

Lóðin er afar vel staðsett ef horft er til vörudreifingar en stutt er í hafnarsvæði bæði hjá Eimskipum og Samskipum en einnig er lóðin vel staðsett með tilliti til nýs íbúðarhverfis, Vogabyggðar.

Horft er til þess að hanna og þróa húsið í samstarfi við væntanlegan leigutaka en til greina kemur að semja við tvo eða fleiri aðila um starfsemi í húsinu. Leigutökum gefst því kostur að fá sérhannað húsnæði utan um starfsemi viðkomandi.

Myndskeiðið sýnir frumhugmyndir og grófa hugmynd að mögulegu umfangi bygginga. 

Helstu staðreyndir:

Tegund:        Vöruhús
Umfang:       10.000 fm.
Staða:           Í undirbúningi
Leigutaki:    Óákveðið

Staðsetning eignar

Aðrir Þróunarreitir