
Í Skeifunni er mikil þróun fyrirhuguð. Reitir eiga Suðurlandsbraut 56, þar sem er lítið hús á stórri lóð og hugmyndir uppi um að þróa þar íbúðir og atvinnuhúsnæði.
Við Suðurlandsbraut 56, á Metróreit í Skeifunni, er til skoðunar að byggja um 87 íbúðir í tveimur samtengdum 5-7 hæða byggingum og 1.300 fermetra af verslunar- og þjónusturými. Gert er ráð fyrir torgrými, borgargarði og tengingu við biðstöð borgarlínu. Tillögur hafa verið kynntar borgaryfirvöldum og eru þær í skoðun.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is