Höfðabakki

Húsnæði að Höfðabakka 9 er um 25.000 fermetrar. Húsnæðið á sér merka sögu en lóðin og húsnæðið hefur verið endurnýjað mikið á undanförnum árum. 

 
Höfðabakki

Saga Höfðabakka 9

Byggingarnar við Höfðabakka 9 voru byggðar fyrir Íslenska aðalverktaka á árunum 1969 til 1980 eftir teikningum feðganna Halldórs Jónssonar og Garðars Halldórssonar. Bogabyggingin hýsti upphaflega skrifstofur ÍAV og aðra skrifstofustarfsemi en lágbyggingin ýmiskonar iðnað. Lábyggingin hýsti m.a. Marel á sínum fyrstu árum auk þess að hýsa lengi Tækniháskólann sem síðar sameinaðist Háskólanum í Reykjavík. Nú er að  mestu leyti skrifstofustarfsemi í lágbyggingunni. Bogabyggingin var hönnuð í "post-modern" stíl sem var einkennandi fyrir byggingar Halldórs Jónssonar. Reitir hafa varðveitt einkenni bogabyggingarinnar að mestu leyti, í lítavali, íburðarmiklum hringstiga, upprunalegum marmara á gólfum og svissnesku málmáferðar veggfóðri á stigagangi.

Endurnýjun skrifstofugarðanna við Höfðabakka er langtíma þróunarverkefni Reita sem unnið er með áherslu á vistvæna byggð. Hönnun og framkvæmd endurbótanna taka þannig tillit til orkunýtni, byggingarefna og heilsusamlegs umhverfis notenda. Í skrifstofugörðunum er nú til húsa fjölbreytt starfsemi. Höfðabakkinn er miðsvæðis innan höfuðborgarsvæðisins og er í 5-15 mínútna akstursfjarlægð frá öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins og í um 10-30 mínútna fjarlægð á reiðhjóli.

Vistvæn hönnun byggð á vönduðum grunni

Undanfarin ár hefur farið fram mikil endurnýjun á lóð og húsnæði Höfðabakka 9. Lóð hefur verið endurnýjuð með nýjum gróðri á bílastæðum og blágrænum ofanvatnslausnum. Húsnæði bæði bogabyggingarinnar og lágbyggingarinnar hefur að lang mestu leyti verið endurnýjað, þar af er töluverður hluti  sem var endurnýjaður árið 2011 fyrir Eflu verkfræðistofu og hlaut þá vistvæna vottun skv. alþjóðlega staðlinum BREEAM. BREEAM er útbreiddasti staðallinn sem notaður er til að meta byggingar út frá umhverfissjónarmiðum.

Vistvæn endurhönnun skrifstofugarðanna við Höfðabakka 9 var viðfangsefni í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni, The Nordic Built Challenge, sem haldin var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og Nordic Innovation á árinu 2013. Nýsköpun í vistvænni endurnýjun algengra byggingategunda var markmið keppninnar.

 

Staðsetning eignar

Aðrar stærri eignir Reita