Atvinnukjarni í landi Blikastaða

Reitir eiga um 15. ha. byggingarland fyrir atvinnuhúsnæði í landi Blikastaða. Áætlað er að byggingarmagn á svæðinu verði um 80 til 100 þúsund fermetrar, gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt á næstu 8-12 árum.

Atvinnukjarni í landi Blikastaða

Ítarlegar upplýsingar um verkefnið má finna á reitir.is/blikastadir

Blikastaðaland er við Vesturlandsveg á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Á svæðinu er fyrirhuguð uppbygging atvinnukjarna sem skipulagður verður með náttúrugæði, sjálfbærni og samnýtingu að leiðarljósi.

Atvinnukjarninn mun njóta góðs af nálægð við gróin íbúðahverfi, góðum tengingum við gatnakerfið og öflugum almenningssamgöngum seinna meir, enda lagning Borgarlínu áætluð gegnum svæðið.

Um mitt ár 2019 undirrituðu Reitir og Mosfellsbær viljayfirlýsingu um uppbygginguna og stendur nú yfir skipulagsvinna sem tekur mið af kröfum BREEAM Communities vistvottunarstaðalsins enda markmið Reita að skipulag svæðisins hljóti slíka vottun.

   
Stærð svæðis: 15 hektarar
Nýtt atvinnuhúsnæði: 80 - 100 þús. m2
Staða: Deiliskipulagsbreyting í undirbúiningi

 

Væntingar standa til þess að deiliskipulagsvinnu Blikastaðalandsins ljúki á seinnihluta 2020 og að gatnagerð og framkvæmdir geti hafist árið 2022. 

Uppbygging atvinnusvæðisins í Blikastaðalandi er langtímaverkefni sem gert er ráð fyrir að taki allt að áratug í uppbyggingu. 

Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband í throun@reitir.is.

Atvinnusvæðið í landi Blikastaða.
Ítarlegar upplýsingar um verkefnið má finna á reitir.is/blikastadir

 

Staðsetning eignar

Aðrir Þróunarreitir