Blikastaðareitur

Reitir eiga um 15. ha. byggingaland fyrir atvinnuhúsnæði í landi Blikasataða. Áætlað er að byggingarmagn á svæðinu verði um 75 – 110 þúsund fm., gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt á næstu 8-12 árum.

Blikastaðareitur

Atvinnusvæðið úr landi Blikastaða liggur við Vesturlandsveg á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Áætlað byggingarmagn á svæðinu er um 75-110 þúsund fm.

 Blikastaðalandið mun gefa Reitum kost á að bjóða núverandi og nýjum viðskiptavinum upp á fjölbreytta valkosti í húsnæðismálum. Um er að ræða langtímaverkefni, en gert er ráð fyrir að svæðið allt verði fullbyggt á 8-12 árum. Ljóst er að heildarfjárfesting Reita á svæðinu verður veruleg á þessu tímabili en hugsanlega verður hluti landsins seldur til byggingaraðila og/eða beint til fyrirtækja

Byggingarsvæði sem nýtur greiðrar aðkomu og mikils sýnileika

Svæðið hefur verið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði / athafnasvæði í aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Í greinargerð aðalskipulagsins kemur fram að á athafnasvæðum skuli fyrst og fremst gera ráð fyrir atvinnustarfsemi sem ekki hefur neikvæð eða truflandi áhrif á umhverfi sitt, s.s. léttum iðnaði, vörugeymslum, hreinlegum verkstæðum og fyrirferðarmikilli verslunarstarfsemi. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Helstu staðreyndir:

Tegund: Byggingaland
Umfang: 75.000 til 100.000 fermetrar
Staða: Deiliskipulag í undirbúningi

Staðsetning eignar

Aðrir Þróunarreitir