Barónsstígur

Á horni Barónsstígs og hverfisgötu vilja Reitir og meðeigendur lóðarréttinda upphefja gamla Barónsfjósið, skapa nýtt torg og stækka hótel sem fyrir er á lóðinni.  

Barónsstígur

Reitir eru eigendur Barónsfjóssins svokallaða við Barónsstíg 4 en þar er nú rekin matvöruverslun. Fjósið, sem var byggt 1899 af frönskum barón, var fyrsta steinsteypuhús Reykjavíkur.

Talsverðir þróunarmöguleikar eru á lóðinni Barónsstíg 2-4 en hugmyndir lóðarhafanna, Reita ásamt Íslandshótelum rekstraraðila Fosshótels Barón sem einnig stendur á lóðinni, ganga út á að upphefja Barónsfjósið og koma þar fyrir veitingastað í bland við verslun og þjónustu með aðgengi út á opið torg við hlið hússins ásamt því að stækka hótelið um 100-140 herbergi.

Skipu­lags- og sam­gönguráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að vísa til borg­ar­ráðs til­lögu Teikni­stofu arki­tekta um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi Baróns­stígs vegna lóðarinnar við Baróns­stíg 2-4.

Helstu staðreyndir:

Tegund:         Hótel / íbúðir
Umfang:        100 herbergi
Staða:            Í undirbúningi
Staða:            Óákveðið

 

Staðsetning eignar

Aðrir Þróunarreitir