Barónsstígur

Talsverðir þróunarmöguleikar eru á horni Barónsstígs og Hverfisgötu og vinna Reitir að undirbúningi deiliskipulags í samstarfi við meðeigendur lóðarréttinda. 

Barónsstígur

Reitir eru eigendur Barónsfjóssins svokallaða við Barónsstíg 4 en þar er nú rekin verslun undir merkjum 10-11. Fjósið, sem var byggt 1899 af frönskum barón, var fyrsta steinsteypuhús Reykjavíkur.

Talsverðir þróunarmöguleikar eru á lóðinni og vinna Reitir að undirbúningi deiliskipulags í samstarfi við Íslandshótel sem reka Fosshótel Barón við Skúlagötu og eru jafnframt eigendur að lóðarréttindum ásamt Reitum.

Hugmyndir lóðarhafa ganga út á að upphefja þá byggingu sem Barónsfjósið er og koma þar fyrir veitingastað í bland við verslun og þjónustu með aðgengi út á opið torg við hlið hússins ásamt því að stækka hótelið um 100-140 herbergi.

Verkefnið er á undirbúningsstigi.

Mikil uppbygging er fyrirhuguð á vestari hluta Barónsreits og eru framkvæmdir þar hafnar, sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar.

Helstu staðreyndir:

Tegund:        Hótel / íbúðir
Umfang:       100 herbergi
Staða:           Í undirbúningi
Staða:           Óákveðið

Staðsetning eignar

Aðrir Þróunarreitir