
KEA húsið við Hafnarstræti 91 er kennileiti og samofið sögu Akureyrar á 20. öldinni.
Húsið við Hafnarstræti 91, KEA húsið, var reist árið 1930 eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. KEA eins og kaupfélagið var kallað í daglegu tali, hafði höfuðstöðvar sínar í húsinu í 76 ár, eða til ársins 2006. Þegar húsið var byggt var það eitt stærsta og veglegasata hús bæjarins. Það er steinsteypt á þremur hæðum, auk riss. Grunnflöturinn er L-laga og á bakvið er mikið port. Húsið er búið miklu skrauti í kringum glugga og á þaki. Lengst af var kaupfélagsverslun á jarðhæð hússins en árið 1996 var þar opnuð bókabúðin Bókval. Árið 2020 var þar enn rekin bókaverslun ásamt kaffihúsi. Á efri hæðum hússins eru skrifstofur.
Reitir eru einnig eigandi aðliggjandi húsa við Hafnarstræti 93 og 95 utan nokkurra skrifstofurýma.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is