Myndband af endurbyggingu rishæðar Aðalstrætis 6

Kíkið á stutt "timelapse" myndband af endurbyggingu rishæðar Aðalstrætis 6. Reitir bjóða CenterHotel Plaza velkomið til starfa á hæðinni.

Uppgjör fyrri árshelmings og kynningarfundur

Reitir fasteignafélag hf. birtir uppgjör fyrri árshelmings 2015 eftir lokun markaða fimmtudaginn 20. ágúst nk. Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið.

Te og kaffi stækkar í Kringlunni

Te & Kaffi hefur opnað stækkað og endurbætt kaffihús á 3. hæð Kringlunnar við Stjörnutorg, þar eru nú sæti fyrir ríflega 50 manns.

Beint úr sjó opnar að Fitjum

Reitir gerðu nýverið leigusamning við verslunina Beint úr sjó sem opnaði að Fitjum í Reykjanesbæ á dögunum. Verslunin býður upp á mikið úrval fiskrétta, ferskan fisk og sushi.

Tvö líf flutt í Glæsibæ

Reitir hafa gert leigusamning við verslunina Tvö líf um húsnæði í Glæsibæ. Verslunin býður upp á vörur fyrir verðandi- og nýbakaða foreldra, þar má finna mesta úrval landsins af meðgöngu- og brjóstagjafafatnaði á góðu verði og skemmtilegar barnavörur fyrir börn 0-3 ára.

Okkar líf leigir á Laugavegi 182

Reitir hafa gert leigusamning við Okkar líftryggingar um skrifstofuhæð að Laugavegi 182. Um er að ræða þriðju hæð hússins sem hefur verið endurnýjuð fyrir starfsemi Okkar líf og dótturfélag þess, Tekjuvernd.

Reitir teknir inn í úrvalsvísitöluna

Kauphöllin hefur birt endurskoðaða samsetningu Úrvalsvísitölunnar sem tekur gildi 1. júlí nk. Reitir fasteignafélag hefur verið tekið inn í nýju samsetninguna. Eftir breytinguna eru eftirfarandi félag í vísitölunni: Eimskipafélag Íslands, Hagar, HB Grandi, Icelandair Group, Marel, N1, Reitir fasteignafélag og Vátryggingafélag Íslands.

Reitir selja Fjarðabyggðarhöllina

Sveitarfélagið Fjarðabyggð og Reitir hafa ákveðið að ganga til samninga um Melgerði 15 á Reyðarfirði, svokallaða Fjarðabyggðarhöll. Fjarðabyggð hefur kauprétt á eigninni samkvæmt ákvæðum leigusamnings.

Fréttatíminn leigir í Skeifunni 17

Fréttatíminn hefur tekið á leigu um 200 m2 húsnæði á annarri hæð í Skeifunni 2. Fréttatíminn er vikulegt blað sem dreift er ókeypis ásamt því að vera öflugur fréttavefur. Reitir bjóða Fréttatímann velkominn til starfa.

Lífland leigir Óseyri 1 á Akureyri

Lífland hefur tekið á leigu um 780 m2 verslunarhúsnæði í eigu Reita sem staðsett er að Óseyri 1 á Akureyri. Verslunin opnar 5. júní n.k.

Holtagarðar verða samgöngumiðstöð

Ný samgöngumiðstöð að Holtagörðum verður helsti brottfararstaður hjá Gray Line rútuferðum, áætlað er að daglegum gestum í Holtagarða fjölgi um rúmlega 1000. AVIS og Budget bílaleigur verða með stóra afgreiðslustöð í Holtagörðum.

Uppgjör fyrsta ársfjórðungs og kynningarfundur

Reitir fasteignafélag hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2015 eftir lokun markaða fimmtudaginn 28. maí. Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund sem haldinn verður föstudaginn 29. maí kl. 8:30 á Iðu, í Zimsenhúsinu að Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík

Framkvæmdir í Spönginni

Verktakar á vegum Reita vinna nú að endurnýjun húsnæðis Hagkaups og nýju Vínbúðarinnar í Spönginni, en húsið verður klætt stein og timbri.

Reitir selja Fiskislóð 1

Reitir hafa selt DGV ehf., sem er dótturfélag Olís, húsið að Fiskislóð 1, 101 Reykjavík. Húsið, sem er 2050 m2, var byggt árið 2006 og hefur frá upphafi hýst verslunina Ellingsen.

Ársskýrsla og niðurstöður aðalfundar

Ársskýrsla Reita fyrir árið 2014 var gefin út á aðalfundi félagsins í dag. Skýrsluna má nálgast á www.reitir.is/2014

10-11 & Iceland leigja Klettagarða 6

Reitir hafa gert langtíma leigusamning við Rekstrarfélag 10-11/Iceland um húsnæði að Klettagörðum 6. Húsnæðið er nýlegt u.þ.b. 2820 fermetra vöru- og iðnaðarhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum og vandaðri starfsmanna- og skrifstofuaðstöðu. Skrifstofa 10-11/Iceland flytur því úr húsnæði Reita á 6. hæð að Lágmúla 9 yfir í Klettagarða 6.

Nýr leigutaki í Dalshrauni 3

Reitir hafa afhent Fishproducts Iceland ehf. húsnæði á 2. hæð i Dalshrauni 3 í Hafnarfirði. Húsnæðið er um 650 fermetrar og var innréttað að þörfum nýja leigutakans, það er sérlega bjart og opið með fallegu útsýni. Gerður var grænn leigusamningur og er húsið því áfram að öllu leyti rekið og viðhaldið með vistvæn sjónarmið í huga.

Viðskipti hafin með hlutabréf Reita

Í dag, 9. apríl, hófust viðskipti með hlutabréf Reita á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Skráning Reita er fyrsta skráningin á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á þessu ári.

Arion banki selur 13,25% í Reitum á meðalgenginu 63,875

Almennu útboði Arion banka á hlutabréfum í Reitum fasteignafélagi hf. lauk síðastliðinn föstudag, þar sem um 3.600 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa hlutabréf fyrir samtals um 25,5 milljarða króna. Bankinn bauð til sölu 100 milljónir hluta í félaginu sem jafngilda 13,25% hlutafjár.

Nasdaq samþykkir töku hluta í Reitum til viðskipta

Nasdaq Iceland samþykkir töku hluta í Reitum fasteignafélagi hf. til viðskipta á Aðalmarkaði að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár.

Reitir kaupa hótel Ísland

Undirritaður hefur verið kaupsamningur milli Reita og EVA Consortium um kaup á Hótel Íslandi ehf. sem á fasteignina að Ármúla 9 í Reykjavík. Um er að ræða rúmlega 9.300 fermetra hótelbyggingu sem mun hýsa hefðbundið ferðamannahótel, sjúkrahótel og heilsutengda starfsemi.

Vínbúð opnar í Spönginni

Vínbúðin og Reitir fasteignafélag hafa undirritað leigusamning varðandi húsnæði fyrir vínbúð í Spönginni. Vínbúðin verður í um 430 fm. húsnæði fyrir miðju í Spönginni.

Lýsing hlutabréfa og skuldabréfa í Reitum fasteignafélagi hf.

Reitir birtu í dag lýsingu í tengslum við almennt hlutafjárútboð og umsókn um að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Einnig birti félagið í dag lýsingu í tengslum við umsókn um að skuldabréfaflokkurinn REITIR151244 verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Almennt hlutafjárútboð í Reitum 25. - 27. mars

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur ákveðið að óska eftir því við Nasdaq Iceland að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði.

EC Software leigir á Austurströnd

Hugbúnaðarfyrirtækið EC Software hefur tekið á leigu rúmlega 200 fm. skrifstofuhúsnæði á Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi.

American Bar hefur opnað í Austurstræti 8

Veitinga- og skemmtistaðurinn American Bar opnaði laugardaginn 7. mars í húsi Reita að Austurstræti 8-10. Á American Bar er boðið upp á ham­borg­ara, svínarif og kjúk­linga­vængi, í samstarfi við Dirty Burgers and Ribs, auk viskí, kokteil­a og amerísks bjórs í frosnum glösum.

Hrím Hönnunarhús í Kringluna

Hrím Hönnunarhús hefur gert leigusamning við Reiti um húsnæði fyrir nýja verslun í Kringlunni. Verslunin opnar 12. mars.

Hundahornið leigir á Fitjum

Reitir hafa gert leigusamning við Hundahornið sem tekur til starfa að Fitjum í Reykjanesbæ. Hundahornið verður gæludýraverslun og hundasnyrtistofa.

Ný ZO-ON verslun í Kringlunni

Ný ZO-ON verslun opnaði í gær, fimmtudaginn 26. febrúar, á 2. hæð í Kringlunni. Í nýju versluninni er boðið upp á vönduð útivistarföt.

Reki fer í 630 fm rými að Höfðabakka 9

Reki ehf., fyrirtæki sem sérhæfir sig í síum og búnaði tengdum vinnuvélum, hópferðabílum, skipum og bátum og ýmsum iðnaði, hefur tekið á leigu um 630 fermetra húsnæði í norðurenda lágbyggingarinnar að Höfðabakka 9.