Viðskipti hafin með hlutabréf Reita

Í dag, 9. apríl, hófust viðskipti með hlutabréf Reita á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Skráning Reita er fyrsta skráningin á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á þessu ári.

Arion banki selur 13,25% í Reitum á meðalgenginu 63,875

Almennu útboði Arion banka á hlutabréfum í Reitum fasteignafélagi hf. lauk síðastliðinn föstudag, þar sem um 3.600 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa hlutabréf fyrir samtals um 25,5 milljarða króna. Bankinn bauð til sölu 100 milljónir hluta í félaginu sem jafngilda 13,25% hlutafjár.

Nasdaq samþykkir töku hluta í Reitum til viðskipta

Nasdaq Iceland samþykkir töku hluta í Reitum fasteignafélagi hf. til viðskipta á Aðalmarkaði að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár.

Reitir kaupa hótel Ísland

Undirritaður hefur verið kaupsamningur milli Reita og EVA Consortium um kaup á Hótel Íslandi ehf. sem á fasteignina að Ármúla 9 í Reykjavík. Um er að ræða rúmlega 9.300 fermetra hótelbyggingu sem mun hýsa hefðbundið ferðamannahótel, sjúkrahótel og heilsutengda starfsemi.

Vínbúð opnar í Spönginni

Vínbúðin og Reitir fasteignafélag hafa undirritað leigusamning varðandi húsnæði fyrir vínbúð í Spönginni. Vínbúðin verður í um 430 fm. húsnæði fyrir miðju í Spönginni.

Lýsing hlutabréfa og skuldabréfa í Reitum fasteignafélagi hf.

Reitir birtu í dag lýsingu í tengslum við almennt hlutafjárútboð og umsókn um að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Einnig birti félagið í dag lýsingu í tengslum við umsókn um að skuldabréfaflokkurinn REITIR151244 verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Almennt hlutafjárútboð í Reitum 25. - 27. mars

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur ákveðið að óska eftir því við Nasdaq Iceland að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði.

EC Software leigir á Austurströnd

Hugbúnaðarfyrirtækið EC Software hefur tekið á leigu rúmlega 200 fm. skrifstofuhúsnæði á Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi.

American Bar hefur opnað í Austurstræti 8

Veitinga- og skemmtistaðurinn American Bar opnaði laugardaginn 7. mars í húsi Reita að Austurstræti 8-10. Á American Bar er boðið upp á ham­borg­ara, svínarif og kjúk­linga­vængi, í samstarfi við Dirty Burgers and Ribs, auk viskí, kokteil­a og amerísks bjórs í frosnum glösum.

Hrím Hönnunarhús í Kringluna

Hrím Hönnunarhús hefur gert leigusamning við Reiti um húsnæði fyrir nýja verslun í Kringlunni. Verslunin opnar 12. mars.

Hundahornið leigir á Fitjum

Reitir hafa gert leigusamning við Hundahornið sem tekur til starfa að Fitjum í Reykjanesbæ. Hundahornið verður gæludýraverslun og hundasnyrtistofa.

Ný ZO-ON verslun í Kringlunni

Ný ZO-ON verslun opnaði í gær, fimmtudaginn 26. febrúar, á 2. hæð í Kringlunni. Í nýju versluninni er boðið upp á vönduð útivistarföt.

Reki fer í 630 fm rými að Höfðabakka 9

Reki ehf., fyrirtæki sem sérhæfir sig í síum og búnaði tengdum vinnuvélum, hópferðabílum, skipum og bátum og ýmsum iðnaði, hefur tekið á leigu um 630 fermetra húsnæði í norðurenda lágbyggingarinnar að Höfðabakka 9.

Afkoma Reita 2014

Rekstrarhagnaður Reita var 5.984 milljónir króna árið 2014. Reitir birtu eftirfarandi tilkynningu um afkomu ársins.

Radio Iceland leigir í Krókhálsi

Radio Iceland, ný íslensk útvarpsstöð ætluð erlendum ferðamönnum á landinu, hefur tekið á leigu rými að Krókhálsi 6.

Umhverfisstofnun í Græna leigu

Umhverfisstofnun er nýjasti græni leigutakinn hjá Reitum. Í grænni leigu felst skuldbinding beggja aðila til að starfrækja húsnæði með vistvænum hætti.

Fótbolta einkaþjálfun í Engihjalla

Húsnæði Reita í Engihjalla er sérútbúið fyrir einkaþjálfun í fótbolta. Mbl.is birti viðtal við Þór Hinriksson og Jón Karlsson knattspyrnuþjálfara og eigendur Batta sem tók nýverið til starfa í Engihjalla. Við bjóðum þá velkomna til starfa.

Hver er Reiturinn fer vel af stað

Reitir settu af stað leikinn Hver er Reiturinn nú um miðjan janúar. Viðtökur við leiknum voru frábærar og mikill fjöldi þátttakenda deildi honum á Facebook. Yfir 3250 manns svöruðu yfir 8 af 10 spurningum rétt en þátttaka í leiknum var töluvert meiri.

Vefpressan í skrifstofuturn í Kringlunni

Vefpressan, rekstraraðili nokkurra vefmiðla, hefur gert leigusamning við Reiti um húsnæði á 4. hæð í Kringlunni, um er að ræða vandaða nýlega endurnýjaða um 330 fermetra shrifstofuhæð á 4. hæð í turninum í suðurenda Kringlunnar.

Studio hljómur leigir í Krókhálsi

Studio hljómur og Reitir hafa gert leigusamning um húsnæði í Krókhálsi 6. Húsnæðið er um 200 fermetrar og hentar einstaklega vel fyrir upptökur.

Veitingahúsið Yam opnar í Þverholti

Yam, tælenskt veitingahús í eigu sömu aðila og reka Ban Thai, Nana Thai og YummiYummi opnar í Þverholti 2, Kjarnanum, í Mosfellsbæ á næstunni. Yam leggur sérstaka áherslu á fjölbreytt úrval af núðlusalötum með kjúkling, rækjum, tofu eða grænmeti.

Tónskóli Hörpunnar flytur í Spöngina

Tónskóli Hörpunnar mun taka til starfa í Spönginni á næstunni. Tónlistarfélagið Strengir ehf., sem rekur Tónskóla Hörpunnar, og Reitir hafa gert með sér leigusamning um tæplega 230 fermetra húsnæði á 2. hæð í Spönginni.

Tilkynning varðandi Borgir á Akureyri

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í dag, 16. janúar 2015, fréttatilkynningu á vef sínum varðandi húsið Borgir á Akureyri. Tilefnið er misvísandi umræða fjölmiðla um húsið.

Jólatónleikar Kringlunnar & Kringlujól leikurinn

Laugardaginn 20. desember kl. 18 býður Kringlan upp á glæsilega stórtónleika á Blómatorgi Þar sem fram koma Erpur Eyvindarson og Barnakór Bústaðarkirkju, Raggi Bjarna, Diddú, Órn Árnason, Egill Ólafsson, Gissur Páll og Sigríður Beinteinsdóttir

Dirty Burgers & Ribs og American Bar opna í Austurstræti

Tveir veitingastaðir, Dirty Burger & Ribs og American Bar, opn­a í hús­næði Reita í Aust­ur­stræti 8-10 í byrj­un fe­brú­ar. Hús­næðinu verður skipt í tvennt en hægt verður að fá mat sendan frá Dirty Burger & Ribs yfir á American Bar.

Reitir ljúka 68 milljarða endurfjármögnun

Reitir lauku í gær sölu á nýju hlutafé að andvirði 17 milljarða króna. Salan var liður í endurfjármögnun félagsins, en jafnframt hefur verið samið um 51 milljarðs lánsfjármögnun með sölu skuldabréfa og nýjum bankalánum.

Bókasafn opnar í Spönginni

Í gær, laugardaginn 6. desember, opnaði nýtt útibú Borgarbókasafns í Spönginni í Grafarvogi. Bókasafnið hafði áður aðsetur í um 700 fermetra rými í kjallara Grafarvogskirkju en nýja safnið er 1300 fermetrar. Aðgengi að bókasafninu í Spönginni er mjög gott.

Fjölskylduhjálp Íslands veitir Reitum viðurkenningu

Fjölskylduhjálp Íslands veitti Reitum sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til starfseminnar á árinu 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti viðurkenninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum.

F&F opnar í Kringlunni í dag

Verslun alþjóðlegu tískuvörukeðjunnar F&F opnar í Kringlunni í dag 6. nóvember. Verslunin er staðsett í hluta Hagkaupsverslunarinnar á 2. hæð í norðurenda Kringlunnar.

Starfsmannabreytingar hjá Reitum

Nýr framkvæmdastjóri Eignaumsýslu Reita frá 1. nóvember 2014 er Andri Þór Arinbjörnsson. Andri hefur starfað sem verkefnastjóri á Eignaumsýslusviði Reita.