8 fasteignir bætast í safn Reita

Hótel Borg, húsnæði Nýherja við Borgartún 37, húsnæði Advania við Guðrúnartún 10, Laugavegur 77, Fiskislóð 11, Skúlagata 17, Síðumúli 16-18 og Faxafen 5 eru þær eignir sem bættust í safn Reita þann 1. apríl.

Reitir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Reitir hafa hlotið viðurkenningu sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Það er Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands sem veittu viðurkenninguna.

Ársskýrsla Reita 2015

Ársskýrsla Reita fyrir árið 2015 var gefin út á aðalfundi félagsins sem fór fram í dag, 15. mars 2016, á hótel Natura.

Skechers opnar í Kringlunni

Ný Skechers búð hefur tekið til starfa á fyrstu hæð í Kringlunni. Skechers er á meðal stærstu skómerkja í heiminum og er þekkt fyrir þægilega skó og memory foam tæknina.

Lúr - Betri hvíld opnar á Suðurlandsbraut

Verslunin Lúr – Betri hvíld hefur flutt í húsnæði Reita að Suðurlandsbraut 24. Í nýju versluninni verður áfram boðið upp á fallegar og vandaðar vörur fyrir heimilið s.s. rúm, sófa og önnur húsgögn ásamt ljósum og annarri smávöru. Auk þess verður boðið upp á ný merki s.s. frá Mobitec í Belgíu.

Reitir kaupa Álftamýri 1-5

Samþykkt hefur verið tilboð Reita um kaup á öllum hlutum í Fasteignafélaginu Álftamýri ehf. sem á fasteignina að Álftamýri 1-5 í Reykjavík. Um er að ræða 2.243 fm. fasteign sem er nær öll í langtímaútleigu til aðila í heilsutengdri starfsemi.

Birting ársuppgjörs og kynningarfundur

Reitir fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir árið 2015 og 4. ársfjórðung 2015 eftir lokun markaða miðvikudaginn 17. febrúar. Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar klukkan 8:30 á skrifstofu félagsins í Kringlunni.

Arion banki leigir í Sunnumörk

Reitir hafa gert leigusamning við Arion banka í Hveragerði um leigu á húsnæði fyrir bankaútibú í verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk.

Agú HN Gallery opnar í Spönginni

Verslunin Agú HN Gallery hefur opnað í Spönginni. Verslunin er rekin af tveimur hönnuðum sem hanna vörur undir merkjunum Agú og HN Gallery. Einnig er boðið upp á vörur frá íslensku merkjunum Hjartalag, Djulsdesign og Gunnarsbörnum.

Reitir lána Erindi húsnæði

Reitir hafa afhent Erindi, samtökum um samskipti og skólamál, húsnæði til láns sem hýsa á samskiptasetur fyrir börn og unglinga sem glíma við einelti. Húsnæðið er í Spönginni 37 í Grafarvogi.

I am happy opnar í Spönginn

Verslunin "I am happy" opnar í Spönginni á næstu dögum. "I am Happy" er litrík barnavöruverslun sem býður upp á fjölbreytt úrval af vönduðum barnafatnaði, leikföngum og gjafavöru á góðu verði fyrir börn á aldrinum 0-10 ára.

2015 í máli og myndum

Um leið og Reitir óska viðskiptavinum, samstarfsaðilum, birgjum og fjárfestum gleðilegs nýs árs bjóðum við ykkur að rifja upp árið með okkur.

ORG opnar í Kringlunni

Verslunin ORG opnar í glæsilegum endurnýjuðum Bíógangi í Kringlunni þann 4. desember. ORG selur m.a. lífrænan fatnað og Toms skó.

Vínbúðin opnuð í Spönginni

Í dag opnaði ný vínbúð í Spönginni. Verslunin er um 430 fermetrar í miðri Spönginni, við hlið Hagkaups.

Rökkurrós opnar í Grímsbæ

Reitir hafa gert leigusamning við lífstílsverslunina Rökkurrós sem opnar í Grímsbæ kl 17:00 í dag 20. nóvember.

Uppgjör þriðja ársfjórðungs og kynningarfundur

Reitir fasteignafélag hf. birtir árshlutareikning fyrir þriðja ársfjórðung 2015 eftir lokun markaða 19. nóvember. Reitir bjóða á opinn fund þar sem uppgjörið verður kynnt föstudaginn 20. nóvember kl. 8.30 í sal Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli.

Reitir undirrita loftlagsyfirlýsingu

Reitir ásamt rúmlega 100 öðrum fyrirtækjum og stofnunum skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum í Höfða í dag. Öll fyrirtækin og stofnanirnar skuldbundu sig til að gera sitt besta til að draga úr loftslagsáhrifum sínum og losun úrgangs.

Dunkin´ Donuts hefur opnað í Kringlunni

Nýtt Dunk­in' Donuts kaffi­hús opnaði í Kringlunni í dag 13.nóvember kl. 10. Kaffihúsið er á Blómatorgi á 1.hæð í göngugötu.

Sala fasteigna

Reitir hafa nýlega selt fasteignir að Laugavegi 42 og í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði. Fasteignirnar eru báðar eignarhlutir í fjöleignarhúsum.

Lín Design opnar í Kringlunni

Lín Design opnaði nýja verslun í Kringlunni í dag 22. október. Fyrirtækið hannar og framleiðir vörur fyrir heimilið. Reitir bjóða Lín Design velkomið til starfa í Kringlunni.

Kaup á fasteignafélögum í rekstri Stefnis

Reitir fasteignafélag hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við eigendur fasteignasjóðanna SRE I slhf. og SRE II slhf. sem eru í rekstri Stefnis hf., um kaup Reita á tilteknum fasteignafélögum. Heildarvirði kaupanna er samtals 17.980 m.kr. og verður að fullu fjármagnað með lánsfé og yfirtöku áhvílandi skulda. Um er að ræða tæplega 37.500 fermetra af vönduðu húsnæði ásamt byggingarrétti.

Leiðarljós í húsnæði frá Reitum

Reitir hafa gert samning við Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma, um 300 fermetra rými á þriðju hæð að Suðurlandsbraut 24. Samstarf Leiðarljóss og Reita er ekki nýtt en Reitir veittu samtökunum rausnarlegan stuðning árið 2012, í formi húsnæðis við Austurströnd á Seltjarnarnesi, í tenglsum við söfnunina Á allra vörum.

Reitir heiðursbakjarl Fjölskylduhjálparinnar

Fjölskylduhjálp Íslands starfrækir umfangsmikið hjálparstarf í húsnæði Reita í Iðufelli. Samtökin veittu Reitum nú á dögunum sérstaka viðurkenningu sem heiðursbakhjarl samtakanna.

Reitir kaupa rafmagnsbíla

Reitir hafa fest kaup á tveimur Nissan Leaf rafmagnsbílum. Notkun rafmagnsbíla í er liður í innleiðingu umhverfisstefnu Reita þar sem lögð er áhersla á vistvænar samgöngur og kaup á umhverfisvænni vörum.

Takumi leigir í Aðalstræti 6

Reitir hafa gert leigusamning við Takumi um húsnæði á 7. hæð í Aðalstræti 6. Takumi er ungt sprotafyrirtæki sem vinnur að því að þróa vöru fyrir auglýsingamarkaðinn sem kemur á markað í október.

Reitir kaupa Skútuvog 3

Reitir hafa ákveðið að ganga til samninga við Sjöstjörnuna ehf. um kaup Reita á fasteigninni að Skútuvogi 3 í Reykjavík. Kaupverðið er 670 milljónir kr. og mun eignin afhendast þann 1. október næstkomandi. Um er að ræða vandað 3.753 fm. vöruhús sem hýsir starfsemi heildsölunnar Eggerts Kristjánssonar ehf.

Dunkin’ Donuts í Kringluna

Dunkin’ Donuts opnar í Kringlunni í október. Kleinuhringjakaffihúsið hefur fengið frábærar viðtökur á Laugavegi en í Kringlunni verður sama vöruúrval og á kaffihúsinu á Laugavegi.

Finnska búðin nú í Kringlunni

Finnska búðin opnaði í Kringlunni á dögunum. Nýja búðin sérhæfir sig í fatnaði og skóm s.s. frá Marimekko og Nokian. Einnig er boðið upp á Iittala vörur og aðra finnska hönnun s.s. Múmínálfavörur.