Hagkaup endurnýjar og H&M opnar í Kringlunni

Hagar, fyrir hönd Hagkaups, og Reitir hafa endurnýjað leigusamning um rými á 1. hæð í Kringlunni. Stærstur hluti 2. hæðarinnar mun fara undir nýja H&M verslun, sem ráðgert er að opni seinnihluta árs 2017.

Reitir bjóða til sölu eignarhluta í Skeifunni 11

Reitir fasteignafélag býður til sölu alla eignarhluta sína í Skeifunni 11. Um er að ræða fasteignir og fasteignatengd réttindi, þ.m.t. byggingarréttur og réttur til tjónabóta vegna eldsvoða sem varð í eignunum þann 6. júlí 2014. Skv. skráningu Þjóðskrár eru eignarhlutarnir samtals 1.692,1 fm.

Reitir Fyrirtæki Mannúðar 2016

Reitir fasteignafélag hefur hlotið viðurkenninguna Fyrirtæki mannúðar 2016 frá Fjölskylduhjálp Íslands. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti viðurkenninguna.

Hard Rock opnar í Lækjargötu

Hard Rock Cafe opnaði í Lækjargötunni í gær 30. október. Staðurinn er á þremur hæðum.

Reitir fagna 5 ára stuðningi við Specialisterne

Specialisterne, samtök sem stuðla að atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófi, hafa nú starfað hérlendis í 5 ár. Reitir hafa stutt samtökin með húsnæði allan starfstímann. Á þeim tíma hafa samtökin starfað með nærri 100 einstaklingum sem hafa flestir snúið til náms eða atvinnuþáttöku í kjölfarið.

Reitir kaupa verk til styrktar Bleiku slaufunni

Reitir keyptu í dag málverk sem listamaðurinn Tolli málaði með leikskólabörnum og selt var til styrktar góðgerðarverkefnisins "Af öllu hjarta" til stuðnings Bleiku slaufunnar. Auk þess að leggja góðu málefni lið vildu Reitir með þessu styðja við framtak kaupmanna í Kringlunni.

AFE flytur í Hafnarstræti

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur tekið á leigu um 117 fermetra skrifstofurými á 2. hæð að Hafnarstræti 91 á Akureyri. Markmið AFE er að efla samkeppnishæfni, búsetuskilyrði, og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins.

Apótekarinn opnar að Fitjum

Apótekarinn opnaði nýtt apótek að Fitjum í Reykjanesbæ á dögunum. Reitir bjóða Apótekarann velkominn til starfa á Fitjum.

Sendiráðið flytur í Höfðabakka 9

Sendiráðið, vef- og hugbúnaðarstofa, flytur í Höfðabakka 9 í haust. Sendiráðið er framsækið fyrirtæki sem hefur hannað og þróað vefi og innranet fyrir mörg leiðandi fyrirtæki á Íslandi.

Lindarhvoll selur 6,38% eignarhlut í Reitum

Útboði á eignarhlut Ríkissjóðs Íslands er lokið og á Ríkissjóður því ekki lengur eignarhlut í Reitum. Fjárfestar óskuðu eftir því að kaupa 73.010.000.- hluta í Reitum, eða sem nemur 9,9% af heildarhlutafé í Reitum. Sölugengi í útboðinu var ákveðið 83,30 krónur á hlut. Heildarnafnverð samþykktra tilboða, eftir skerðingu var 47.222.796 hlutir eða sem samsvarar 6,38% af heildarhlutafé Reita.

Under Armour opnar í Kringlunni

Under Armour verslun mun opna á Bíógangi í Kringlunni í ágúst.

Rekstraraðilar óskast í Sælkerahöll

Reitir hafa auglýst eftir rekstraraðilum til þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Vægi ferðaþjónustu hefur aukist í Holtagörðum sem gegna nú hlutverki nýrrar samgöngumiðstöðvar með um 600 þúsund heimsóknum ferðamanna á hverju ári. Reitir vinna að endurskipulagningu hússins og fyrirhuga að setja upp veitinga- og matarmarkað í bland við þann rekstur og þjónustu sem fyrir er.

Samningaviðræður við H&M

Reitir fasteignafélag, Kringlan og H&M hafa undanfarið átt í samningaviðræðum um opnun H&M verslunar í Kringlunni sem ráðgert er að opna seinnihluta ársins 2017. Þeim viðræðum er ekki lokið en áætlað er að þeim ljúki á næstu vikum.

Fiskistofa leigir á Norðurslóð á Akureyri

Fiskistofa hefur tekið á leigu skrifstofurými á Borgum á Akureyri.

Reitir auglýsa eftir rekstraraðila fyrir hótel að Laugavegi 176

Á Laugavegi 176, í gamla sjónvarpshúsinu, verður 6.180 fm. bygging með 118 hótelherbergjum auk verslunar- og veitingarýma.

Okkar talþjálfun opnar í Höfðabakka 9

Í ágúst flytja talmeinafræðingar í Höfðabakka 9, þeir munu starfa undir nafninu Okkar talþjálfun. Nýja stofan kemur til með að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð bæði hjá börnum og fullorðnum.

Beauty barinn opnar nýja verslun á Bíógangi

Reitir hafa gert leigusamning við Beauty barinn um húsnæði á Bíógangi. Verslunin, sem opnaði í gær 31. maí, býður upp á snyrtivörur frá fjölda merkja. Í tilefni opnunarinnar er 20% afsláttur af völdum vörum.

FAKÓ húsgögn opna í Ármúla 7

FAKÓ verzlun hefur tekið á leigu hjá Reitum um 240 fermetra verslunarhúsnæði í Ármúla 7. FAKÓ er með sælkeravörur frá Nicolas Vahé, húsgögn og gjafavörur frá House Doctor, snyrtivörur frá Meraki og hátalara frá Kreafunk.

Reitir kaupa húsnæði í Kringlunni

Reitir hafa fest kaup á tæplega 700 fermetra rými á þriðju hæð í norðurenda Kringlunnar. Í rýmunum eru starfræktar læknastofur.

Cyren leigir í Dalshrauni

Reitir hafa undirritað leigusamning við hugbúnaðarfyrirtækið Cyren. Cyren framleiðir kerfi fyrir sem tryggja netöryggi sem seld eru á fyrir alþjóðamarkaði.

Nesklúbburinn fær inniaðstöðu á Eiðistorgi

Reitir hafa gert samning við Nesklúbbinn, golfklúbbinn á Seltjarnarnesi, um afnot af húsnæði fyrir inniaðstöðu klúbbsins. Húsnæðið sem er á Eiðistorgi er um 450 fermetrar.

Breytingar á framkvæmdastjórn

Kristófer Þór Pálsson hefur verið ráðinn til Reita fasteignafélags hf. og mun hann taka þar við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptasviðs frá 1. júní nk. Núverandi Viðskipta- og þróunarsviði verður skipt upp og mun núverandi framkvæmdastjóri sviðsins, Friðjón Sigurðarson, taka við framkvæmdastjórn nýs sviðs, Þróunarsviðs.