Í Vinnustofu Kjarvals geta fyrirtæki og einstaklingar leigt sér aðstöðu til að brjóta upp hversdagsleikann, halda fundi, og vinna í næði eða í félagsskap. Vinnustofan er bæði vinnustaður og félagsheimili, þar sem fólk kemur saman til vinnu og skemmtunar.
Jóhannes Kjarval listmálari var með vinnustofu á efstu hæð Austurstrætis 12. Þar bæði vann hann og bjó frá því efsta hæðin var byggð ofan á húsið árið 1929 og þar til hann lést árið 1972. Árið 1933 sýndi hann veggmyndir, Lífshlaupið, sem hann hafði málað á veggi hússins. Tæpum fjörtíu árum seinna, þegar listmálarinn lést, voru veggmyndirnar fjarlægðar og gert var við verkið.
Við bjóðum Vinnustofu Kjarvals velkomna til starfa.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.