Veitingahúsið Yam opnar í Þverholti

Veitingahúsið Yam opnar í Þverholti

Yam, tælenskt veitingahús í eigu sömu aðila og reka Ban Thai, Nana Thai og YummiYummi opnar í Þverholti 2, Kjarnanum, í Mosfellsbæ á næstunni. Yam leggur sérstaka áherslu á fjölbreytt úrval af núðlusalötum með kjúkling, rækjum, tofu eða grænmeti. Markmiðið er að salötin verði alveg eins og þau sem tíðkast á Tælandi.  Eigendur Yam hafa rekið tælensk veitingahús á Íslandi í 26 ár og hefur elsti staður þeirra, Ban Thai við Hlemm, verið valinn besti tælenski veitingastaðurinn í Reykjavík árin 2009 til 2014 af Reykjavík Grapevine.

Reitir bjóða Yam velkominn til starfa. 

Þessu tengt: