Uppgjör þriðja ársfjórðungs og kynningarfundur

Uppgjör þriðja ársfjórðungs og kynningarfundur

Reitir fasteignafélag hf. birtir árshlutareikning fyrir þriðja ársfjórðung 2015 eftir lokun markaða fimmtudaginn 19. nóvember nk.

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 20. nóvember kl. 8.30 í sal Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli.

Kynningarefni fundarins verður birt samhliða uppgjörinu og verður aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, www.reitir.is/fjarfestar.