Reitir fasteignafélag hf. birtir uppgjör fyrri árshelmings 2015 eftir lokun markaða fimmtudaginn 20. ágúst nk.
Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið.
Fundurinn verður haldinn föstudaginn 21. ágúst kl. 8.30 í fundarsal á jarðhæð Centerhotel Plaza við Ingólfstorg, 101 Reykjavík.
Kynningarefni fundarins verður birt samhliða uppgjörinu og verður aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, www.reitir.is/fjarfestar.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.