Takumi leigir í Aðalstræti 6

Takumi leigir í Aðalstræti 6

Reitir hafa gert leigusamning við Takumi um húsnæði á 7. hæð í Aðalstræti 6. Um er að ræða framhúsið sem er 283 fermetrar með glæsilegu útsýni yfir Ingólfstorg og upp eftir Austurstræti.

Takumi er ungt sprotafyrirtæki með starfsstöðvar í bæði London og Reykjavík og vinnur að því að þróa vöru fyrir auglýsingamarkaðinn sem kemur á markað í október.

Reitir bjóða Takumi velkomið til starfa.