Studio hljómur leigir í Krókhálsi

Studio hljómur leigir í Krókhálsi

Studio hljómur og Reitir hafa gert leigusamning um húsnæði í Krókhálsi 6. Húsnæðið er um 200 fermetrar og hentar einstaklega vel fyrir upptökur. Á Facebook síðu Stúdíó hljóms er hlekkur á fjölda nýrra laga sem hafa verið tekin upp í stúdíóinu. Á meðal samstarfsaðila Stúdíó hljóms eru Sister Sister, Lily of The Valley, Blær og Ásjón.

Reitir bjóða Stúdíó hljóm velkomið til starfa í Krókhálsi 6.