Starfsmannabreytingar hjá Reitum

Nýr framkvæmdastjóri Eignaumsýslu Reita frá 1. nóvember 2014 er Andri Þór Arinbjörnsson. Andri hefur starfað sem verkefnastjóri á Eignaumsýslusviði Reita.
Starfsmannabreytingar hjá Reitum

Nýr framkvæmdastjóri Eignaumsýslusviðs Reita frá 1. nóvember 2014 er Andri Þór Arinbjörnsson. Andri hefur starfað sem verkefnastjóri á Eignaumsýslusviði Reita frá september 2011. Andri útskrifaðist úr Byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík í janúar 2011. Síðan þá hefur hann stundað meistaranám í Byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdastjórnun. Reitir óska Andra til hamingju með nýtt starf innan félagsins og vænta mikils af honum á þeim vettvangi.

Guðmundur Tryggvi Sigurðsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Eignaumsýslusviðs frá 1. nóvember sl. Guðmundur Tryggvi starfaði hjá Reitum og forvera þess síðustu 8 árin. Guðmundur Tryggvi mun vinna áfram að ýmsum sérverkefnum fyrir Reiti sem ráðgjafi og verktaki. Þar á meðal mun hann stýra framkvæmdum við Aðalstræti 6 fyrir hönd Reita og er fulltrúi félagsins varðandi uppbyggingu á Skeifureitnum. Reitir þakka Guðmundi Tryggva fyrir störf hans á vettvangi félagsins í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.