Rökkurrós opnar í Grímsbæ

Rökkurrós opnar í Grímsbæ

Reitir hafa gert leigusamning við lífstílsverslunina Rökkurrós sem opnar í Grímsbæ kl 17:00 í dag 20. nóvember.

Rökkurrós selur fatnað, fylgihluti, hönnunar- og gjafavöru. Vörurnar eru bæði frá þekktum framleiðendum og nýliðum og eru ýmist í vintage, bohemian eða modern stíl en markmið verslunarinnar er að selja vörur sem viðskiptavinum reynist auðvelt að blanda saman við sinn persónulega stíl. Nánar á www.rokkurros.is.

Reitir bjóða Rökkurrós velkomna til starfa í Grímsbæ. 

Rökkurrós leigir hjá Reitum í Grímsbæ