Reitir undirrita loftlagsyfirlýsingu

Frá undirritun yfirlýsingarinnar í Höfða í dag
Frá undirritun yfirlýsingarinnar í Höfða í dag

Reitir ásamt rúmlega 100 öðrum fyrirtækjum og stofnunum skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum í Höfða í dag. Öll fyrirtækin og stofnanirnar skuldbundu sig til að gera sitt besta til að draga úr loftslagsáhrifum sínum og losun úrgangs.

Reykjavíkurborg ásamt Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, stóðu fyrir nýhöfnu samstarfi um umbætur í losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrirtækin 103 sem komu að undirskriftinni eru af ýmsum toga. Stór sem lítil, framleiðslufyrirtæki, þjónustufyrirtæki, ríkisstofnanir og háskólar. Það sem sameinaði þau er viljinn til að gera umbætur á samfélaginu. Samanlagður starfsfjöldi þeirra er um 43 þúsund manns, og í háskólunum sem taka þátt eru samtals rúmlega 30 þúsund nemendur.

Undirritun yfirlýsingarinnar er enn eitt skref Reita í átt að vistvænni starfsháttum en félagði bauð fyrst upp á græna leigusamninga árið 2013 þar sem áhersla er lögð á notkun umhverfisvottaðra byggingarefna og rekstrarvara. Annað skref var tekið nýlega þegar bensínbílum var skipt út fyrir rafmagnsbíla.

Á heimasíðu Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, má sjá lista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem tóku þátt. 

 Tengt efni: