Reitir fagna 5 ára stuðningi við Specialisterne

Reitir fagna 5 ára stuðningi við Specialisterne

Specialisterne, samtök sem stuðla að atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófi, hafa nú starfað hérlendis í 5 ár. Reitir hafa stutt samtökin með húsnæði í Síðumúla 32 allan starfstímann. Á þeim tíma hafa samtökin starfað með nærri 100 einstaklingum sem hafa flestir snúið til náms eða atvinnuþáttöku í kjölfarið.  Í tilefni afmælisárs samtakanna var boðið til móttöku þann 27. október 2016 í húsakynnum samtakanna í Síðumúla 32.

Reitir eru afar stolt af stuðningi við Specialisterne og af árangrinum sem samtökin hafa náð með sínum skjólstæðingum.  

Frá móttöku Specialisterne (f.v.): Hjörtur Grétarsson, formaður stjórnar Specialisterne; Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita; Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands og Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi.

Frá móttöku Specialisterne (f.v.): Hjörtur Grétarsson, formaður stjórnar Specialisterne; Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita; Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands og Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi.