Reitir hafa fest kaup á hinu sögufræga Ziemsen húsi. Húsið stendur á Vesturgötu 2a. Húsið, sem er 668,5 fermetrar, var upphaflega byggt í tveimur áföngum á lóðinni Hafnarstræti 21. Veitingahúsið Fiskfélagið er í kjallara hússins, Iða er á 1. hæð og hugbúnaðarfyrirtækið Rue de Net er á 2. hæð.
Húsið er rúmlega 110 ára í heild sinni. Það var komið með núverandi mynd, stærð og form árið 1899. Eldri hluti hússins, sem er syðri helmingur þess, er töluvert eldri, líklega frá 1835. Minjavernd sá um flutninga og endurgerð hússins á árunum 2006 til 2009.
Við endurgerðina þótti rétt að draga fram helstu stíleinkenni þess frá fyrri tíð. Innra burðarvirki hafði verið mikið raskað í tímanns rás, en það var endurgert á nær upphaflegan hátt. Sökkull hússins var endurhlaðinn og var það gert úr sömu steinum og það stóð á við Hafnarstræti. Upphaflega stóð húsið á sjárvarkambi en smám saman réðust menn í að hlaða hafnarkanta norðan hússins og mátti við uppgröft sjá þróun þeirra frá frekar frumstæðri hleðslu yfir í vel formaða steina í múrlími. Þótti rétt að flytja hluta af þeirri sögu jafnframt með húsinu, gömlu hafnarkantarnir voru því grafnir upp og hver steinn merktur. Þeir voru síðan endurhlaðnir við sjávarfallaþró sem er nú austan hússins með brú yfir.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is