Reitir kaupa rafmagnsbíla

Nissan Leaf
Nissan Leaf

Reitir hafa fest kaup á tveimur Nissan Leaf rafmagnsbílum. Settur verður upp hleðslustaur fyrir bílana á bílastæði Kringlunnar.

Nissan Leaf mengar ekki andrúmsloftið með útblæstri og er fyrsti 100% rafbíllinn í heiminum sem stenst árekstrarprófanir Euro NCAP og hlýtur stjörnu auðkennið sem staðfestingu á því að hafa staðist hin ströngu árekstrarpróf.

Notkun rafmagnsbíla í er liður í innleiðingu umhverfisstefnu Reita þar sem lögð er áhersla á vistvænar samgöngur og kaup á umhverfisvænni vörum. 

Tengt efni: