Reitir kaupa Fiskislóð 10

Fiskislóð 10
Fiskislóð 10

Reitir undirrituðu í dag samkomulag vegna kaupa á Fiskislóð 10 við gömlu höfnina í Reykjavík. Samhliða kaupunum var undirritaður langtíma leigusamningur við nýjan aðila um alla jarðhæð hússins. Húsið er 1.147 fm. og var byggt 2002. Það hefur um tíma hýst Exton, en það fyrirtæki hyggst flytja starfsemi sína annað.

Efri hæð hússins, sem er 625 fermetrar, hentar vel fyrir skrifstofur. Hún er nú boðin til leigu.