Reitir kaupa Álftamýri 1-5

Reitir kaupa Álftamýri 1-5

Samþykkt hefur verið tilboð Reita um kaup á öllum hlutum í Fasteignafélaginu Álftamýri ehf. sem á fasteignina að Álftamýri 1-5 í Reykjavík. Kaupverð miðast við að virði fasteignarinnar sé 680 milljónir kr. og verður fjármagnað úr sjóði og með yfirtöku áhvílandi lána. Um er að ræða 2.243 fm. fasteign sem er nær öll í langtímaútleigu til aðila í heilsutengdri starfsemi. Helstu leigutakar eru Lyfjaval ehf., GÁB ehf., Spangir ehf. og Sterling ehf. sem jafnframt eru seljendur félagsins. Leigutekjur af eigninni nema um 57 milljónum kr. á ársgrundvelli. Leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um rúmlega 44 milljónir kr. á ársgrundvelli. Fyrirvarar eru gerðir um samþykki samkeppnisyfirvalda, samþykki stjórnar Reita og um niðurstöður áreiðanleikakönnunar á félaginu. Mun eignin afhendast fyrsta virka dag næsta mánaðar eftir að öllum fyrirvörum hefur verið aflétt.