Nýverið voru settir söguskýringarplattar á nokkur hús í miðbænum. Reitir fasteignafélag vann verkefnið í samvinnu við Minjavernd og Minjasafn Reykjavíkur.
Nýverið voru settir söguskýringarplattar á 12 hús í miðbænum. Reitir fasteignafélag vann verkefnið í samvinnu við Minjavernd og Minjasafn Reykjavíkur. Á meðal sögufrægra húsa er Pósthússtræti 3, Steininn eða Grjótið, byggt 1882 fyrir barnaskóla Reykjavíkur en húsið hýsti síðar lögreglustöð með alræmdum fangageymslum. Austurstræti 12 er einnig sögufrægt en á efstu hæð þess húss var heimili og vinnustofa Jóhannesar Kjarvals lengstan hluta starfsævi hans.
Reitir keyptu nokkur hús af Minjavernd árið 2007 og sinnir Minjavernd viðhaldi þeirra sem og annarra eldri húsa í eigu Reita í miðbænum. Reitir eru einn stærsti eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbæ Reykjavíkur og leggur félagið áherslu á að auðga umhverfið og mannlíf á svæðinu. Á meðal leigutaka Reita í miðbænum eru Alþingi og Reykjavíkurborg, tvö hótel auk fjölda veitinga- og verslunarmanna. Söguskiltin eru liður í því að auka almenna þekkingu á sögu svæðisins og virðingu fyrir menningarlegu gildi þess.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is