Reitir og rekstraraðilar World Class hafa undirritað samning um nýja World Class stöð í Kringlunni. Í nýju stöðinni verður fullútbúinn tækjasalur, infrared heitur salur, hjólasalur og fjölnota salur. Þá verða vandaðir búningsklefar og útisvæði með heitum og köldum pottum.
Nýja stöðin verður í mjög aðgengilegu rými við inngang á 2. hæð, í rými sem nú hýsir leikfangaverslun.
Tekin hafa verið markviss skref til að auka heilsutengda þjónustau í Kringlunni, Sjúkraþjálfun Íslands opnaði undir árslok 2019 og nýja World Class stöðin kemur til með að auka þetta þjónustuframboð enn frekar.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.