Þrjár arkitektastofur, Alark arkitektar, Trípólí og Yrki arkitektar, voru fengnar til að vinna hugmyndir á grundvelli forsagnar fyrir svæðið. Tillögurnar voru ólíkar og höfðu allar að geyma áhugaverðar hugmyndir sem vert er að skoða nánar í framhaldsvinnu við breytingar á deiliskipulagi.
Vinningstillaga ALARK gerir ráð fyrir fjórum byggingaráföngum þar sem gert er ráð fyrir 450 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis að hluta. Tillagan gerir ráð fyrir 4-9 hæða byggingum sem mynda randbyggð með sólríkum og skjólgóðum inngörðum sem eru að hluta til opnir og tengdir saman með göngu- og hjólastígum þar sem Orkuhúsið fær ákveðinn virðingarsess.
Í umsögn dómnefndar segir að tillagan uppfylli meginmarkmið samkeppninnar vel og skipulagshugmyndin sé bæði skýr og vel fram sett. Jafnframt segir að tillagan bjóði upp á gott heildaryfirbragð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi í aðlaðandi og eftirsóknarverðu umhverfi.
Nú þegar dómnefnd hefur lagt mat á framlagðar hugmyndir er gert ráð fyrir að eiginleg skipulagsvinna geti hafist og uppbyggingin útfærð nánar og tímasett. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðinni geti hafist innan tveggja ára frá því að breyting á deiliskipulagi hefur verið samþykkt.
Tengt efni:
Orkuhússreitur - Niðurstaða hugmyndasamkeppni og umsagnir dómnefndar
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is