Lindex stækkar í Kringlunni

Lindex stækkar í Kringlunni
Reitir hafa undirritað nýjan leigusamning við umboðsaðila Lindex á Íslandi um aukið rými í Kringlunni. Í dag, 24. júlí, hefjast framkvæmdir við stækkun verslunarinnar við hlið núverandi rýmis. Í stækkaðri verslun, sem opnar 4. október, verður boðið upp á nærföt, fylgihluti og fatnað fyrir verðandi mæður til viðbótar við barnafatalínu Lindex.

Reitir hafa undirritað nýjan leigusamning við umboðsaðila Lindex á Íslandi um aukið rými í Kringlunni. Í dag, 24. júlí, hefjast framkvæmdir við stækkun verslunarinnar við hlið núverandi rýmis. Eftir stækkun verður verslunin um 380 fermetrar, stækkuð og endurbætt verslun opnar laugardaginn 4. október.

Eftir stækkun Lindex í Kringlunni verður heildarvörulínu Lindex undirfatnaðar að fullu gerð skil í fyrsta sinn. Til viðbótar verður boðið upp á aukahluti. Stækkunin sem nú er hafin mun einnig ná til Lindex Kids og mun MOM línan fyrir verðandi mæður fá veglegri sess. Mátunarklefum og afgreiðslukössum verður fjölgað til þess að gera þjónustu, aðgengi og upplifun viðskiptavina enn betri.

”Við erum sérlega þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við höfum fengið með opnun Lindex Kids í Kringlunni og erum gríðarlega spennt fyrir að geta boðið upp á enn betra vöruúrval til viðskiptavina okkar, samhliða því að gera okkar frábæru undirfatadeild skil með þessum hætti” –segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

"Við óskum Lindex til hamingju með stækkunina í Kringlunni og hlökkum til aukins samstarfs við þau í vinsælustu verslunarmiðstöð landsins"- segir Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita.

Lindex fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli sínu sem var í upphafi stofnað í Svíþjóð sem undirfataverslun en býður nú einnig upp á kventískufatnað og barnafatnað. Verslanir Lindex eru tæplega 500 í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Baltnesku löndunum, Tékklandi, Rússlandi, Slóvakíu, Bosníu Herzegóvínu, Póllandi og Mið Austurlöndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns. Aðalskrifstofur Lindex eru í Gautaborg i Svíþjóð. Lindex tilheyrir Stockmann Group sem er aðili að finnsku kauphöllinni.