Ný Lindex opnar í Kringlunni

Ný Lindex opnar í Kringlunni

Reitir hafa undirritað samkomulag við Lindex um rými fyrir kventískuvöruverslun í Kringlunni. Verður heildarvörulínu Lindex í kventískuvöru að fullu gerð skil í nýju versluninni sem er 320 fm. og er á 2. hæð í Kringlunni þar sem áður var verslun Adidas.

Hönnun verslunarinnar mun geyma sérkenni sem ekki hafa sést áður í verslunum Lindex hér á landi með samblandi af skandínavískum einfaldleika í bland við liti og lýsingu sem miða að því að skapa tískuupplifun á heimsmælikvarða. Hið nýja verslunarrými Lindex hefur yfir að ráða framhlið og staðsetningu sem á sér vart hliðstæðu með yfir 160 m2 af gluggum sem snúa út í aðalgöngugötu Kringlunnar.

Nýja verslunin mun geyma allar kventískulínur Lindex, Holly & Whyte, Contemporary, Everyday, Generous og hina einstöku Lindex Extended,

Fyrir skemmstu var einnig tilkynnt um fyrirhugaða stækkun Lindex Kids sem gert er ráð fyrir að opni þann 4. október n.k. Í stækkaðri verslun verður boðið upp á nærföt, fylgihluti og fatnað fyrir verðandi mæður til viðbótar við barnafatalínu Lindex.

Lindex fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli sínu sem haldið var upp á með glæsilegum hætti nú fyrir helgi í Gautaborg þar sem hausttíska Lindex og samstarf við hinn þekkta hönnuð Jean Paul Gaultier voru gerð skil.

Lindex opnar kventískuvöruverslun í Kringlunni

”Við erum nýkomin frá afmælinu í Gautaborg þar sem við fengum frábæran innblástur og innsýn inn í það sem koma skal í tískunni og erum gríðarlega spennt fyrir því að geta gert því skil í Kringlunni með einstökum hætti”–segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Reitir bjóða Lindex velkomið til starfa í nýju rými í Kringlunni.

Lindex opnar kventískuvöruverslun í Kringlunni
Frá vinstri; Inga Rut Jónsdóttir, viðskiptastjóri hjá Reitum, Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, 

Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon eigendur Lindex á Íslandi.