Jólatónleikar Kringlunnar & Kringlujól leikurinn

Jólatónleikar Kringlunnar & Kringlujól leikurinn

Laugardaginn 20. desember kl. 18 býður Kringlan upp á glæsilega stórtónleika á Blómatorgi. Þar koma fram nokkrir af okkar ástsælustu tónlistarmönnum og koma öllum í sannkallað hátíðarskap.

Fram koma Erpur Eyvindarson og Barnakór Bústaðarkirkju, Raggi Bjarna, Diddú, Örn Árnason, Egill Ólafsson, Gissur Páll ásamt Sigríði Beinteinsdóttur

Kringlujól - skemmtilegur leikur fyrir gott málefni

Kringlan stendur fyrir pakkasöfnun fyrir jólin í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Í ár kynnum við til sögunnar nýjan leik fyrir snjallsíma, leik sem miðar að því að kynna og efla pakkasöfnunina. Í leiknum safna leikmenn pökkum og stigum, sameiginlegur árangur þeirra sem spila verður til þess að raunverulegir pakkar bætast við söfnunina.

Fyrirtækin í Kringlunni leggja til þá pakka sem safnast í gegnum leikinn.  Um leið er leikurinn stigakeppni þar sem aðalverðlaun eru glæsileg spjaldtölva. 

Sækja má Kringlujól í AppStore eða á Google Play.

Opið 10 - 22 alla daga til jóla, en til 23 á Þorláksmessu

Að lokum minnum við á að opið er í Kringlunni frá kl. 10 - 22 alla daga til jóla, en opið er til 23 á Þorláksmessu. Á heimasíðu Kringlunnar má finna upplýsingar um opnunartíma yfir hátíðirnar.