Hver er Reiturinn fer vel af stað

Taktu þátt: reitir.is/hvererreiturinn
Taktu þátt: reitir.is/hvererreiturinn

Reitir settu af stað leikinn Hver er Reiturinn nú um miðjan janúar. Í leiknum eru þátttakendum sýndar nærmyndir af byggingum sem þeir giska svo á hver er. Byggingarnar í leiknum eru allar í eigu Reita og var markmið leiksins að kynna starfsemi og eignasafn Reita fyrir almenningi á sem skemmtilegastan hátt.

Viðtökur við leiknum hafa verið frábærar og mikill fjöldi þátttakenda deildi honum á Facebook. Yfir 3250 manns hafa nú þegar svarað yfir 8 af 10 spurningum rétt en þátttaka í leiknum var töluvert meiri. Hægt er að taka þátt til 11. febrúar en þá verða dregnir út vinningshafar sem fá bókina Reykjavík sem ekki varð í verðlaun.

Taktu þátt í "Hver er Reiturinn?"


Tengt efni: