Hrím Hönnunarhús hefur gert leigusamning við Reiti um húsnæði fyrir nýja verslun í Kringlunni. Verslunin opnar 12. mars og verður staðsett í suðurenda Kringlunnar þar sem ZO-ON var áður.
Hrím selur fallegar vörur fyrir heimilið frá vönduðum vörumerkjum, bæði íslenskum og erlendum. Má t.d. nefna íslenska merkið Volki, Design House Stockholm, Kahler og Stelton. Í nýju versluninni verða kynnt ný merki og nýjar vorvörur ásamt því að boðið verður upp á vinsælustu vörurnar úr Hrím Eldhús og Hrím Hönnunarhús. Von er á fjórum nýjum vörumerkjum í verslunina í Kringlunni, þar á meðal er Wild & Wolf sem býður upp á fallegar vörur fyrir herramenn.
Starfsfólk Reita býður Hrím Hönnunarhús velkomið til starfa í Kringlunni.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is