Hagkaup opnaði í Kringlunni laugardaginn 21. október eftir glæsilega endurnýjun verslunarinnar. Hagkaup hefur verið í Kringlunni frá því verslunarmiðstöðin var opnuð gestum og gangandi þann 13. ágúst 1987. Í versluninni er glæsilegt bakarí, kjötborð, ostaborð auk mikils úrvals af ferskum ávöxtum og grænmeti. Eftir breytingarnar hefur snyrtivörudeildin fengið aukið rými auk þess sem áfram er boðið upp á úrval sérvöru, t.d. fatnað fra F&F og leikföng.
Reitir bjóða Hagkaup velkomið til starfa í Kringlunni á ný og óska versluninni til hamingju með glæsilega nýja verslun.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is