Fjölskylduhjálp Íslands veitti Reitum sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til starfseminnar á árinu 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti viðurkenninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Verðlaunin eru veitt þeim fyrirtækjum sem þykja hafa skarað fram úr á sviði manngæsku og mannúðar og hafa stutt Fjölskylduhjálp Íslands dyggilega á árinu.
Reitir afhentu fjölskylduhjálpinni húsnæði í Iðufelli 14 þann 22. febrúar 2013 og hefur húsnæðið síðan þá hýst aðal starfsstöð samtakanna. Í Iðufelli halda samtökin úti matargjöfum, fatamarkaði og hársnyrtiþjónustu fyrir fólk í neyð með stuðningi fjölda fyrirtækja.
Reitir leggja ríka áherslu á ábyrgð í samfélagsmálum. Stuðningur við Fjölskylduhjálpina fellur því afar vel að stefnu Reita. Reitir þakka fjölskylduhjálpinni fyrir viðurkenninguna og fyrir gefandi samstarf.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is