Finnska búðin nú í Kringlunni

Finnska búðin nú í Kringlunni

Finnska búðin opnaði í Kringlunni á dögunum. Nýja búðin, sem er viðbót við verslunina sem starfrækt er undir sama nafni í miðbæ Reykjavíkur, sérhæfir sig í fatnaði og skóm s.s. frá Marimekko og Nokian. Einnig er boðið upp á Iittala vörur og aðra finnska hönnun s.s. Múmínálfavörur.

Satu Parikka, einn eigenda verslunarinnar:
„Við tökum einnig inn nýjar vörur sem hafa hingað til verið ófáanlegar á Íslandi. Við erum mjög spenntar yfir því að geta boðið upp á skóna frá Minna Parikka en hún er heimsþekkt og einn merkasti skóhönnuður Finnlands. Skórnir hennar eru oft mjög skrautlegir og skemmtilegir, stundum svolítil pin-up stemning í þeim”.

Finnska búðin er staðsett á bíóganginum í Kringlunni. Þar standa nú yfir miklar endurbætur, bæði á ganginum sjálfum og innan verslunarrýmanna. Á næstunni munu opna þar fleiri nýjar og spennandi verslanir.

Reitir bjóða Finnsku búðina velkomna til starfa í Kringlunni.

Finnska búðin leigir hjá Reitum í Kringlunni

Finnska búðin leigir hjá Reitum í Kringlunni

Finnska búðin leigir hjá Reitum í Kringlunni

Finnska búðin leigir hjá Reitum í Kringlunni

Finnska búðin leigir hjá Reitum í Kringlunni

Finnska búðin leigir hjá Reitum í Kringlunni