Dunkin´ Donuts hefur opnað í Kringlunni

Dunkin´ Donuts hefur opnað í Kringlunni

Nýtt Dunk­in' Donuts kaffi­hús opnaði í Kringlunni í dag 13.nóvember kl. 10. Kaffihúsið er á Blómatorgi á 1.hæð í göngugötu.

Röð var við opnun kaffihússins og fengu tutt­ugu fyrstu gest­irn­ir árskort sem fær­ir hand­hafa kassa með sex kleinu­hringj­um í hverri viku í heilt ár.  Sami mat­seðill verður á kaffi­hús­inu í Kringl­unni og er á Lauga­veg­in­um og sæti verða fyr­ir um þrjá­tíu til fjör­tíu manns. 

Kleinuhringir Dunkin’ Donuts eru framleiddir í húsnæði Reita í Klettagörðum og nýja kaffihúsið í Kringlunni er frábær viðbót við það samstarf.

Reitir bjóða Dunkin’ Donuts velkomið til starfa í Kringlunni.