Dirty Burgers & Ribs og American Bar opna í Austurstræti

Tveir veitingastaðir, Dirty Burger & Ribs og American Bar, opn­a í hús­næði Reita í Aust­ur­stræti 8-10 í byrj­un fe­brú­ar. Hús­næðinu verður skipt í tvennt en hægt verður að fá mat sendan frá Dirty Burger & Ribs yfir á American Bar.
Dirty Burgers & Ribs og American Bar opna í Austurstræti

Tveir veitingastaðir, Dirty Burger & Ribs og American Bar, opn­a í hús­næði Reita í Aust­ur­stræti 8-10 í byrj­un fe­brú­ar. Hús­næðinu verður skipt í tvennt en hægt verður að fá mat sendan frá Dirty Burger & Ribs yfir á American Bar. Am­er­íski bar­inn verður á veg­um sömu aðila og reka The English Pub, sem einnig er í húsnæði Reita í Aust­ur­stræti. En Dirty Burgers & Ribs er á vegum aðilana sem reka Dirty Burgers & Ribs við Miklubraut. Sóst hefur verið eftir leyfi til þess að opna á milli staðanna tveggja en fá­ist það ekki verður samt sem áður hægt að snæða ham­borg­ar­ann eða rif­in hvoru meg­in veggj­ar­ins.  Stefnt er að því að hafa Dirty Burgers & Ribs í Aust­ur­stræti opið á nótt­unni. Á ameríska barnum veður spilað amerískt rokk og tónlistarmyndbönd sýnd á sjónvarpsskjám. Boðið verður upp á amerískan bjór, viský og kokteila. Framkvæmdir við breytingu á húsnæðinu eru þegar hafnar og rekstraraðilar vonast til að hægt verði að opna staðina í febrúar.

Reitir bjóða veitingastaðina Dirty Burger & Ribs og American Bar velkomna til starfa í Austurstræti.