Samhliða ársskýrslu er gefin út samfélagsskýrsla og eignasafnsskýrsla.
Samhliða ársskýrslu gefa Reitir út samfélagsskýrslu sem tekur á umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum hjá félaginu. Skýrslan tekur mið af leiðbeiningum Nasdaq um birtingu upplýsinga um samfélagsábyrgð, eða svokölluðum ESG (e. environmental, social, governance) þáttum. Á komandi árum hyggjast Reitir leggja aukna áherslu á mælingu þessara þátta, setningu markmiða og eftirfylgni með þeim í starfsemi sinni.
Eignasafnsskýrslan fjallar um um fasteignir, leigusamninga og leigutekjur. Í skýrslunni má finna upplýsingar um flokkun leigutekna út út frá landfæðilegri dreifingu, og út frá tegundum og stærð leigutaka. Virði fasteigna er skoðað út frá staðsetningu og tegund. Veitt er yfirlit yfir allar eignir félgsins með upplýsingum um aldur, stærð og fasteignamat.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is