American Bar hefur opnað í Austurstræti 8

American Bar hefur opnað í Austurstræti 8

Veitinga- og skemmtistaðurinn American Bar opnaði nú á laugardaginn 7. mars í húsi Reita að Austurstræti 8-10. Á American Bar er boðið upp á ham­borg­ara, svínarif og kjúk­linga­vængi, í samstarfi við Dirty Burgers and Ribs, auk viskí, kokteil­a og amerísks bjórs í frosnum glösum. Bræðurn­ir Her­mann og Ingvar Svendsen, eru á meðal þeirra sem standa að baki staðnum, þar eru spiluð rokktónlistarmyndbönd á skjáum en einnig verður boðið upp á sýningu á íþróttaviðburðum og um helgar er von á skemmtistaðastemmingu.  Leif­ur Weld­ing hannaði staðinn að innan, hann hef­ur komið að hönnun nokkurra vinsælla staða í borginni s.s. Grillmarkaðsins, Fiskfélagsins og Sushi Samba.

Reitir bjóða American Bar velkominn til starfa í Austurstræti.

American Bar Austurstræti leigir hjá Reitum

American Bar Austurstræti leigir hjá Reitum

American Bar Austurstræti leigir hjá Reitum

American Bar Austurstræti leigir hjá Reitum