Umsókn um græna leigu

Umsókn um græna leigu hjá Reitum

Græn leiga er staðfesting á vilja Reita og viðskiptavinar til að gera umhverfisvænar breytingar í rekstri og viðhaldi á leigðu atvinnuhúsnæði. Til grundvallar samstarfinu liggur gátlisti grænnar leigu, en í honum eru tiltekin sex atriði sem aðilar sammælast um að framfylgja. Gert er ráð fyrir að gátlistinn þróist og verði endurskoðaður reglulega til samræmis við breyttar kröfur.

Aðilar sammælast einnig um vilja til samvinnu um að auka umhverfisvitund í íslensku atvinnulífi. Hugtökin Grænir Reitir, grænt leigusamband eða græn leiga verður notað til að kynna þær umhverfisvænu breytingar sem gerðar verða á rekstri og viðhaldi umræddrar fasteignar. 

Fyllið inn umsókn um græna leigu og starfsfólk Reita hefur samband til að staðfesta grænt leigusamband eða svara fyrirspurnum.