
Um er að ræða stálgrindarhús upp á 2.819 m2. Í húsinu er 1.775 fm aðalsalur á jarðhæð með þremur stórum innkeyrsludyrum, lofthæð við útveggi er 10,7 m og 12,7 m í mæni. Hæðin skiptist í lager sem rúmar 1.200 bretti í hillum og 400 bretta frysti. Á efri hæð eru skrifstofur, fundarherbergi og rúmgóð starfsmannaaðstaða. Á hæðinni er útsýni yfir aðalsal. Góð aðkoma er að húsinu með nægum bílastæðum og góðu athafnasvæði. Húsið er sérlega vel staðsett við athafnasvæði skipafélaganna við Sundahöfn.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson, sölustjóri í 840 2100 eða halldor@reitir.is.
Framkvæmdastjóri lögfr.sviðs og regluvörður
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.