Grjótagata 4

Lítið gistihús með fjórum studíóíbúðum á 1. og 2. hæð. Fallegt stigahús aðskilur íbúðirnar. Svalir eru á efri hæð.

Við síðustu endurbyggingu hússins var það lagað að kröfum byggingareglugerðar og brunavarna. Minjavernd sá um um verkefnisstýringu og stjórnun allra framkvæmda. Sérstök áhersla var lögð á að varðveita byggingarsögu hússins. Við framkvæmdina var haldið til haga skrautlistum, rósettum og öðru sérstöku upprunalegu byggingarefni.  

Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson, sölustjóri, í halldor@reitir.is eða 840-2100.

Saga lóðarinnar við Grjótagötu 4 er sú að á tímum Innréttinganna og fram til 1811 stóð þar „Skálinn“, torfhús sem var svefnskáli Innréttinganna. Húsið sem nú stendur við Grjótagötu 4 var byggt af Einari Pálssyni snikkara árið 1896 eftir að Gröndalshús, sem staðið hafði frá 1811 til 1896, var rifið. Einar var kunnur trésmiður í bænum og byggði m.a. Iðnó 1897. Árin 1900 til 1920 var Stefán Eiríksson „hinn oddhagi“ með teikniskóla og verkstæði í kjallaranum. Margir smiðir og listamenn, s.s. Ríkharður Jónsson, Gunnlaugur Blöndal og Guðmundur Einarsson frá Miðdal, lærðu hjá honum í húsinu. Á síðari hluta kreppuáranna áttu Gunnlaugur Scheving listmálari og Grete Linck Grönbeck eiginkona hans heima í kjallara hússins.

Húsið er járnvarið timburhús, tvær hæðir kjallari og lágt ris. Það sem er merkilegt við bygginguna er að allar hliðar hennar eru jafnar og gluggar og hurðir hafa haldist óbreytt. Húsið var nokkuð heillegt þegar hafist var handa við endurbyggingu þess, enda eignaðist Borgarsjóður það 1973, og var húsið gert upp þá. Við endurbyggingu hússins eftir aldamótin var það lagað að kröfum byggingareglugerðar og brunavarna. Minjavernd sá um um verkefnisstýringu og stjórnun allra framkvæmda. Sérstök áhersla var lögð á að varðveita byggingarsögu hússins. Við framkvæmdina var haldið til haga skrautlistum, rósettum og öðru sérstöku upprunalegu byggingarefni.  

Gisting, iðnaður o.fl.
136 m2
Afhending við undirritun
 • grjotagata-4-ext-1jpg
 • grjotagata-4-504-int-5jpg
 • grjotagata-4-504-int-1jpg
 • grjotagata-4-504-int-2jpg
 • grjotagata-4-ext-2jpg
 • grjotagata-4-stigagangur-int-3jpg
 • grjotagata-4-501-int-2jpg
 • grjotagata-4-501-int-8jpg
 • grjotagata-4-501-int-1jpg
 • grjotagata-4-501-int-4jpg
 • grjotagata-4-502-int-1jpg
 • grjotagata-4-501-int-5jpg
 • grjotagata-4-stigagangur-int-2jpg
 • grjotagata-4-stigagangur-int-1jpg
 • grjotagata-4-502-int-3jpg
 • grjotagata-4-502-int-7jpg
 • grjotagata-4-504-int-3jpg
 • grjotagata-4-504-int-4jpg
 • grjotagata-4-504-svalirjpg

Kíktu inn - sjáðu hvað við gerum