Vöruhús fær nýtt líf sem verslunarkjarni

Nýr hverfisverslunarkjarni er fyrirhugaður við Súðarvog í Vogabyggð.
Vöruhús fær nýtt líf sem verslunarkjarni

Súðarvogur 2E-F er tæplega 4.200 fermetrar og var byggt á árunum 1985-1988. Hannaðar hafa verið breytingar á húsinu miðaðar við að í því verði ný matvöruverslun, líkamsrækt, skrifstofur á efri hæð og minni rými fyrir óskilgreinda verslun, veitingar eða þjónustu.

Gert er ráð fyrir að hluti húsnæðisins verði rifinn og heildarstærð þess minnki um 550 fermetra og að lóðin minnki um rúmlega 600 fermetra til að koma til móts við skipulagshugmynd Reykjavíkurborgar um nýtt torg (Skutulstorg). Áformað er að aðalinngangur verslunarkjarnans verði frá torginu. Verulegar útlitsbreytingar verða gerðar á ytra byrði hússins í tengslum við breytinguna þannig að það komi til með að sóma sér vel meðal nýbygginga í hverfinu. 

Byggingarleyfisumsókn liggur fyrir og er nú í umsögn. 

Húsnæðið er nýtt fyrir skammtímavörugeymslur á meðan beðið er eftir að hægt sé að taka næstu skref. 
>> Vörugeymslur til leigu í Súðarvogi