
Borgarlínuferðalag Friðjóns hófst rétt handan sveitarfélagamarka Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, í nýjum atvinnukjarna í landi Blikastaða, nálægt Vesturlandsvegi. Þar er ráðgert að byggja um 90.000 fermetra atvinnuhúsnæðis í um 30 byggingum á svæði sem er hannað í kringum Borgarlínu sem kemur til með að liggja í miðju í hverfinu.
Næst lá leiðin vestur eftir Suðurlandsbraut, fyrsta stopp var við Skeifuna, þar sem veitingastaðurinn Metró er núna. Þar er í skoðun að byggja um 87 nýjar íbúðir. Á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar er svokallaður Orkureitur, þar er gert ráð fyrir 436 íbúðum auk um 6.000 fermetrum atvinnuhúsnæðis. Loks var komið að Suðurlandsbraut 2, þar sem Icelandair Hotel Hilton Nordica stendur. Á bak við hótelið eiga Reitir Hallarmúla 2 og eru umtalsverðar byggingarheimildir á lóðunum. Þar er verið að skoða heildstætt nýtt skipulag sem mun hýsa hótel eða íbúðir. Laugavegur 176, Gamla sjónvarpshúsið, stendur við sama ás. Því húsnæði verður umbreytt í hótel í samstarfi við Hyatt hótelkeðjuna. Gert er ráð fyrir Borgarlínustöð og torgi fyrir framan húsið.
Á Loftleiðasvæðinu, við Hotel Reykjavík Natura, eru uppi hugmyndir um uppbyggingu fasteigna og styrkingu svæðisins sem áfangastaðar sem yrði virkari þátttakandi í Vatnsmýri framtíðarinnar. Gert er ráð fyrir fallegu torgi, matvöruverslun, líkamsrækt og kaffihúsi auk íbúða og/eða skrifstofuhúsnæðis.
Þróun Kringlusvæðisins hefur verið í bígerð í nokkur ár. Þar hafa Reitir, Reykjavíkurborg og aðrir á svæðinu áform um að móta nýjan borgarkjarna sem verður lifandi samfélag menningar, afþreyingar, verslunar og búsetu. Fyrsti áfanginn, við Listabraut milli Kringlumýrarbrautar og Borgarleikhússins er nú í deiliskipulagsferli. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 53 þúsund fermetrum, þar af 350 íbúðir.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is