Under Armour opnar í Kringlunni

Under Armour verslun mun opna á Bíógangi í Kringlunni í ágúst.
Under Armour opnar í Kringlunni

Nýlega var undirritaður samningur milli ALTIS, Reita og Rekstrarfélags Kringlunnar, um opnun Under Armour verslunar í Kringlunni. Samkvæmt Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, framkvæmdastjóra íþróttasviðs Altis, stendur til að reyna að opna verslunina þann 11 ágúst næst komandi. Opnun Under Armourverslunarinnar í Kringlunni er liður í að styrkja stöðu vörumerkisins Under Armour á Íslandi.

Under Armour var stofnað í Bandaríkjunum árið 1996 af Kevin Plank, sem hefur haft það að leiðarljósi frá upphafi, að framleiða hágæða vörur sem standast væntingar kröfuhörðustu íþróttamanna. Under Armour hefur náð gríðarlegum vinsældum um allan heim og hefur náð þeim árangri að nokkrir af fremstu íþróttmönnum heims nota vörur frá Under Armour og má þar nefna Stephen Curry (NBA), Jordan Spieth (Golf), Lindsay Vonn (Skíði) og fleiri. Nýja Under Armour verslunin mun bjóða upp á mikið úrval af íþróttavörum á börn og fullorðna, einnig verður mikið lagt upp úr því að veita góða þjónustu og aðstoða viðskiptavini við val á réttum búnaði.

Under Armour er meðal annars stoltur stuðningsaðili Reykjavikurmaraþons og verður mikið lagt upp úr skóm og hlaupatengdum vörum dagana fyrir maraþon sem verður haldið 20.ágúst.

Reitir bjóða Under Armour verslunina velkomna til starfa í Kringlunni