Umhverfisstofnun í Græna leigu

Umhverfisstofnun í Græna leigu

Umhverfisstofnun er nýjasti græni leigutakinn hjá Reitum. Í grænni leigu felst skuldbinding beggja aðila til að starfrækja húsnæði með vistvænum hætti.  Stofnunin, sem er starfrækt í húsnæði Reita að Suðurlandsbraut 24, er þegar með ISO 14001 vottun fyrir umhverfisstjórnunarkerfi og vinnur að innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri. Græni leigusamningurinn tryggir að viðhaldi og rekstri byggingarinnar verði einnig sinnt með umhverfissjónarmið í huga.

Umhverfisstofnun er frábær viðbót í hóp grænna leigutaka hjá Reitum. Stofnunin er fyrirmyndaraðili í umhverfismálum og við væntum þess að samstarfið við stofnunina styrki stoðir grænna leigu til hagsbóta fyrir alla hagsmunaaðila.

Umhverfisstofnun í græna leigu hjá Reitum

Hlutverk Umhverfisstofnunar er m.a. að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum auk verndunar og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Grænni leigu vel tekið af markaðinum

Grænni leigu hefur verið vel tekið af viðskiptavinum Reita, á meðal annarra samstarfsaðila eru Rekstrarfélag Kringlunnar, Valitor, Parlogis, Creditinfo, Mímir-símenntun, Ferðamálastofa og Vinnumálastofnun. Í grænni leigu felst samstarf um að reka atvinnuhúsnæði með vistvænum hætti. Sex atriði eru skoðuð, 1) sorp og endurvinnsla 2) rekstur og viðhald, 3) samgöngur, 4) rafmagnsnotkun,  5) kerfin í húsinu, s.s. loftræsi og kælikerfi, og 6) heitavatnsnotkun.

Tengt efni