Opnun TOYS R US í Kringlunni

Opnun TOYS R US í Kringlunni

TOYS R US opnar í Kringlunni í dag, 21. september, með risa opnunarpartýi þar sem boðið verður upp á 25% afslátt af nánast öllum vörum. Verslunin er á 2 hæð í Kringlunni við innganginn að Bíóganginum.

TOYS R US leggur áherslu á að búðin verði sérstök og hafa fengið tvo verslunarstjóra, Juliu og Miu, frá Noregi til að tryggja að allt gangi vel. Þær hlakka mikið til að opna verslunina fyrir íslenskum viðskiptavinum og vildu segja okkur sögu sína.

Julia er frá smábæ í norður Noregi, hún hefur starfað hjá TOYS R US í næstum 10 ár. Á þeim tíma hefur hún haft ýmis mismunandi hlutverk en hefur verið verslunarstjóri í Oslo síðan 2011. Eitt af því sem henni finnst best við starfið er að læra um leikföngin og geta nýtt þá þekkingu þegar hún er með viðskiptavinum. Hún hefur mestan áhuga á leikföngum fyrir leikskólabörn, en þar finnst henni þekking sín líka nýtast best þar sem margir viðskiptavinir velta fyrir sér öryggi leikfanganna. Hún segir að í TOYS R US sé mikið úrval af leikföngum fyrir lítil börn sem séu bæði örugg og skemmtileg.

Mia er upprunalega frá Kaupmannahöfn, hennar TOYS R US ævintýri byrjaði með aukastarfi þar aðeins 16 ára gömul. Hún tók hlé frá TOYS R US til að mennta sig en fór svo aftur í bláu skirtuna í Oslo í Noregi nokkrum árum síðar, þá í hlutverki verslunarstjóra. Mia hefur mest gaman af skapandi leikföngum svo sem Lego og  Playmobil. „Þessi leikföng eru frábær þar sem þau örva sköpunargleði og ímyndunarafl stáka og stelpna og undirbúa þau undir lífið í gegnum hlutverkaleik“, segir Mia.

"Þegar þessi störf voru auglýst  í Noregi var enginn vafi á því í mínum huga að þau væri ætluð okkur Miu. Nú erum við komin hingað og getum ekki beðið eftir að opna verslunina og sýna fólki hvað þetta er frábært“, segir Julia.

Reitir bjóða TOYS R US velkomna til starfa í Kringlunni.