Tónskóli Hörpunnar flytur í Spöngina

Tónskóli Hörpunnar flytur í Spöngina

Tónskóli Hörpunnar mun taka til starfa í Spönginni á næstunni. Tónlistarfélagið Strengir ehf., sem rekur Tónskóla Hörpunnar, og Reitir hafa gert með sér leigusamning um tæplega 230 fermetra húsnæði á 2. hæð í Spönginni. Húsnæði tónlistarskólans er á svipuðum stað og heilsugæslan. Tónskóli Hörpunnar hefur verið starfandi síðan 1999 og markmið hans er að reka almennan tónlistarskóla, þar sem kennt er á sem flest hljóðfæri samkvæmt Aðalnámsskrá tónlistarskóla útgefinni af Menntamálaráðuneytinu.

Reitir bjóða Tónskóla Hörpunnar velkominn til starfa í Spönginni.

Þessu tengt: