
Tónskóli Hörpunnar mun taka til starfa í Spönginni á næstunni. Tónlistarfélagið Strengir ehf., sem rekur Tónskóla Hörpunnar, og Reitir hafa gert með sér leigusamning um tæplega 230 fermetra húsnæði á 2. hæð í Spönginni. Húsnæði tónlistarskólans er á svipuðum stað og heilsugæslan. Tónskóli Hörpunnar hefur verið starfandi síðan 1999 og markmið hans er að reka almennan tónlistarskóla, þar sem kennt er á sem flest hljóðfæri samkvæmt Aðalnámsskrá tónlistarskóla útgefinni af Menntamálaráðuneytinu.
Reitir bjóða Tónskóla Hörpunnar velkominn til starfa í Spönginni.
Þessu tengt:
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is